Skógardís
Þessi Skógardís fæddist í Tunguskógi við Ísafjörð fyrir nokkru. Hún ber í sér grænu fallegu litina sem flæddu yfir augu manns og alla ásjónu í sumardýrðinni þar. Skógardísin er prjónuð úr Léttlopa á prj nr 4,5 og kemur í þremur stærðum 2, 4 og 6 ára. Einn litur í munstri kemur frá Plötulopanum. Stundum vantar bara rétta litinn og þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara í annan grófleika. Það er bara svo gaman að leyfa litunum að stjórna sér.