ÝMSAR UPPLÝSINGAR UM BAND
 
 
 
HANDÞVOTTUR:
Mælt er með þvotti á flíkum eftir prjón. Best er að þvo flíkina í höndum í ylvolgu vatni (30' C) og notið mildan ullarþvottlög. Látið flíkina liggja í sápuvatninu í u.þ.b. 10 mínútur, nema flíkur úr plötulopa. Skolið flíkina vel og hafið skolvatnið jafn heitt þvottavatninu. Nuddið flíkina hvorki né vindið heldur kreistið úr henni. Að lokum má setja flíkina í þeytivindu í u.þ.b. hálfa mínútu.
 
Gefið ykkur tíma til að leggja flíkina til þerris á handklæði, strjúkið yfir hana alla og sléttið í viðeigandi mál. Gott er að setja pappahólka (t.d. hólka sem eru innan í gjafapappír eða matarfilmu) inní ermarnar. Einnig er gott að setja hólka í hliðarnar á bolnum. Þannig verða engin brot á flíkinni.
 
 
KAMBGARN ÞVOTTUR:
Mælt er með þvotti á flíkum úr Kambgarni eftir prjón. Einungis skal þvo flíkina í höndum í ylvolgu vatni (30'C) og nota mildan ullarþvottalög. Flíkin má liggja í sápuvatninu í u.þ.b. 10 mínútur. Skolið hana síðan vel, hafið skolvatnið jafnheitt þvottavatninu. Ekki nudda flíkina né vinda heldur kreista úr henni vatnið. Það má setja flíkina í þeytivindu í u.b.b. 1-2 mínútur. Leggið hana til þerris á handklæði, strjúkið og sléttið hana í viðeigandi mál.
 
 
 
PRESSUN:
Ekki er mælt með að pressa ullarflíkur en sé það nauðsynlegt skal það gert á röngunni. Notið meðalheitt straujárn og rakt pressustykki. Pressið létt yfir flíkina en sleppið stroffum.
 
 
ÞVOTTAVÉLAR:
Þess má geta að í nýjustu gerðum þvottavéla eru ,,ullarprógrömm''. 'I vélunum er vagga sem fer mjög vel með ullina en muna þarf að nota sérstakt þvottefni fyrir ull. Margir þvo flíkurnar í slíkum vélum með góðum árangri.