Fréttir af Tíbrá
 
Snemma á þessu ári var Vogue knitting með tískusýningu í New York. Á sýninguna voru valdar flíkur frá hönnuðum um allan heim, má þar nefna prjónahönnuðinn heimsfræga Kaffe Fassett. Einnig voru valdar flíkur eftir Bergrós Kjartansdóttur. Hér má sjá nokkrar myndir af flíkunum hennar sem voru valdar til að vera á sýningunni og vöktu þær mikla athygli gesta.