LOPI 33 komið út.

8.07.2013
Prjónablaðið LOPI 33 kom út í dag!
Loksins, loksins er blaðið komið út. Forsíðuna prýðir kjóllinn Merla eftir Bergrós Kjartansdóttir. Í blaðinu eru 26 uppskriftir og á Bergrós 17 af þeim.
 
 
Lesa meira

Sýningin Leikverk

25.09.2012
Sýningin Leikverk var haldin í Gerðubergi. Þar tók Bergrós þátt. Verkin sem senda átti inn áttu á einhvern hátt að tákna leik. ,,Í verkinu mínu er ég að leika mér með sama munstrið í mjúkt efni, ull og hart efni silfur.  Ég hannaði flík þar sem munstrið segir frá Norðurljósunum. Síðan smíðaði ég stóra nælu þar sem áferðin af prjóninu er steypt á silfur og sagað svo út í eins munstur og á flíkinni.''
 
Lesa meira

Vogue knitting kemur til Íslands

25.09.2012
 
Í haust kom til landsins stór hópur kvenna og örfárra karla á vegum Vogue knitting. Þeir komu í Ístex og skoðuðu verksmiðjuna og fengu gefins blaðið LOPA nr. 32 sem var nýútkomið á ensku. Mikil ánægja var með blaðið og fengu hönnuðinn Bergrós til að árita blaðið fyrir sig sem var skemmtilegt. Hér má sjá grein sem birtist síðar í blaðinu Vouge knitting um ferðina.
 
A group photo inside of the home of Lopi yarn 
 
 
Lesa meira

Sýning á Ísafirði sumarið 2011

25.09.2012
 
Bergrós hélt sýningu í Heitt á prjónunum. Þar var til sýnis hönnun í handprjóni og skartgripir úr silfri. Frétt birtist um það í bæjarblaðinu Bæjarins besta og sjá má hér.
Veðrið skartaði sínu fegursta þessa tíu daga sem sýningin stóð yfir og mikill fjöldi kíkti við,skoðaði sýninguna og fékk sér kaffi og kökur í leiðinni hjá Gerði.
 
 
 
 
Lesa meira