SKJÖLDUR jakki
Allar valkyrjur þurfa á Skildi að halda til að verjast hinu óvænta. Sama hvaða framabraut verður gengin er aldrei að vita hvað birtist bak við næsta horn. Þessi jakki er við öllu búinn enda prjónaður úr einum þræði af Álafosslopa og einum þræði af Léttlopa saman.