SKJÓLA
Skjóla veitir skjól. Svo er hún að hluta til í laginu eins og skjóla. Skjóla er orð yfir ílát/fötu til að bera vatn í. Þessi Skjóla getur ekki borið vatn en hún hrindir hins vegar frá sér vatni sem getur verið nokkuð góður kostur í rigningunni. Skjóla er prjónuð úr Álafosslopa og Einbandi til skiptis á prjóna nr 6,5.