NORÐURLJÓS
Norðurljós er nóttin, himininn og veturinn. Stundum þarf bara að þreifa á veröldinni í orðsins fyllstu merkingu. Finna tilveruna á eigin líkama og klæðast hreinlega veröldinni sem norðurljósin fegra svo glatt hér á norðurslóðum. Íslenska ullin gefur frábært tækifæri til þess. Peysan er prjónuð úr tvöföldu Einbandi, Léttlopi og Plötulopi bætast við í munstrinu. Hún er prjónuð á prjóna nr 4,5 og kemur í stærðunum S, M og L.