KLEÓPATRA
Hugmyndin að þessum kjól kemur frá myndum af Kleópötru drottningu Egypta sem flestir þekkja. Þar ber hún oftast stóran skartgrip um háls sér. Stundum virðist hann úr málmi sem hefur sennilega ekki verið mjög þægilegt en stundum virðist skartgripurinn ofinn úr litríkum textíl. Hér birtist skartgripurinn í nýrri mynd, prjónaður úr Léttlopa á prjóna nr 4,5.