Rökkurbarn

Uppskrift
PDF 900 Kr.
Þú verður fyrst að velja hvað þú vilt.
Setja í körfu
Rökkurbarn.
Þessi peysa er prjónuð úr Léttlopa og munstrið úr Einbandi á prjóna nr 4,5 og hún kemur í þremur stærðum, 1-2ja, 3-4 ára og 4-5 ára. Hún er afkvæmi fullorðna Rökkurs úr Álafosslopa sem er líka hægt að kaupa hér á síðunni. Sú peysa er úr grófa Álafosslopanum. Ég er meira fyrir fínt band en gróft en samt er sú peysa ein af þeim sem ég er hvað ánægðust með af minni hönnun. Kannski þess vegna spratt Rökkurbarnið fram, aðeins fínlegra en pabbinn. Ég er ekki síður ánægð með þessa peysu enda gat ég ekki staðist það að prjóna hana sjálf frá upphafi til enda og sjaldan hef ég prjónað ,,skemmtilegri'' peysu :)
Karfa