VINSAMLEGA LESIÐ ÁÐUR EN HAFIST ER HANDA   
 
 
 
 
 
Takk fyrir að versla af mér hönnun mína. Uppskriftirnar hér og hönnun eru verndaðar af höfundarréttarlögum. Uppskriftirnar eru aðeins ætlaðar til einkanota án hagnaðar. Óheimilt er að selja, framleiða eða nota í nokkurs konar viðskiptaskyni þá hluti sem gerðir eru eftir leiðbeiningunum í uppskriftinni, nema að fyrirfram hafi fengist leyfi til þess frá höfundi.

Það er jafnframt óheimilt að fjölfalda uppskriftina, dreifa henni eða selja hana, í hvaða formi sem er eða með hvaða aðferðum sem er, að hluta eða í heild, án fyrirfram fengins leyfis frá höfundi.
Óheimilt að fjölfalda tilbúnar flíkur og selja í hagnaðarskyni.

Með öðrum orðum þá má prenta eitt eintak af uppskriftinni til einkanota, en það má ekki prenta mörg eintök til þess að dreifa, né deila uppskriftinni sem stafrænu skjali. Það má heldur ekki selja hluti sem gerðir eru eftir uppskriftinni. Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í uppskriftina til þess að aðrir geti fengið að njóta hennar.
 
Táknið hér © stendur fyrir öll ofangreind atriði. Allir vita að ljósritun/fjölföldun á uppskriftum er óheimil. Vinsamlegast  aðstoðið okkur við að gæta höfundarréttar og auka þar með vegsemd og virðingu prjónahönnunar. Þannig verða til fleiri uppskriftir og meiri fjölbreytileiki í boði.