Logn

Uppskrift
PDF 900 Kr.
Þú verður fyrst að velja hvað þú vilt.
Setja í körfu

Lítil fráögn um logn, sögð með Léttlopa!

Fátt er meira heillandi en logn, nema þá ef vera skyldi hundslappadrífa ............. í logni. Lognið hefur alltaf haft djúpstæð og öflug áhrif á mig og ég læt lokkast af logni eins og mýfluga að mykjuskán. Ræð mér ekki fyrir kæti þegar lognið leggst yfir. Því lognið er ekki bara ósýnilegt í loftinu svífandi í kringum okkur, það er í sjónum líka, ögrandi og seiðandi sést það spegla sig í letilegum vatnsfletinum sem leyfir manni að trúa því að ævintýrið sé að hefjast. Stundum kallar lognið á dreymandi skýin og sólina og leyfir þeim að spegla sig með sér í fletinum, ekki er það nú verra. Heillar mig endalaust, sjólognið. Peysan er prjónuð á prjóna nr. 4,5 og kemur í stærðunum XS-S/M-M/L-XL.

 

 

Karfa