GULLSMIÐASTÚKUR
Þarna sameinast textíllinn og málmurinn. Stúkurnar halda ótrúlega vel hita á líkamanum öllum við hin ýmsu störf í kulda og trekki. Síðan eru þær líka fallegt skraut eins og hver annar fylgihlutur úr Plötulopa með öllum fatnaði. Stúkurnar eru prjónaðar fram og til baka með garðaprjóni úr einföldum Plötulopa á prjóna nr. 4,5 og eru í einni stærð.