Eva

Uppskrift
PDF 900 Kr.
Þú verður fyrst að velja hvað þú vilt.
Setja í körfu
EVA
 
Þessi peysa er prjónuð úr mjög mjúkri ull sem heitir King baby Llama á prjóna nr. 3,5 og fæst í Rokku í Fjarðarkaupum. Þegar ég ákvað að hanna úr þessu bandi kom fyrst í hugann að gera flík þar sem bandið sjálft fengi að njóta sín. Held að það hafi tekist því mér finnst kaðlarnir njóta sín einkar vel þarna í mýktinni allri. Uppskriftin er í þremur stærðum, 9 mán, 1 1/2  árs og 2-3 ára. Kaðlarnir eru einfaldir tveggja lykkju kaðlar þar sem lykkja númer tvö á prjóninum er prjónuð á undan lykkju númer eitt, það þarf því ekki að nota kaðlaprjón.
Karfa