BRÓÐIR
Hér kemur litli Bróðir Skógardísar. Hann varð líka til í Tunguskógi. Litatónar skógarins eru margvíslegir og íslenska ullin á einstaklega auðvelt með að endursýna þá. Vestið er fljótprjónað á prjóna nr 4,5 og úr Léttlopa en einn liturinn í munstrinu er úr einföldum Plötulopa. Stærðirnar eru 1 árs, 2-3ja ára, 4 og 6 ára.